Skýrsla Ríkisendurskoðunar - Innheimtustofnun sveitarfélaga: Tilfærsla verkefna til ríkisins - Stjórnsýsluúttekt

(2210121)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
15.03.2023 44. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar - Innheimtustofnun sveitarfélaga: Tilfærsla verkefna til ríkisins - Stjórnsýsluúttekt
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að áliti standa Þórunn Sveinbjarnardóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Sigmar Guðmundsson, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
03.11.2022 10. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar - Innheimtustofnun sveitarfélaga: Tilfærsla verkefna til ríkisins - Stjórnsýsluúttekt
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Aldísi Hilmarsdóttur og Þóru Björg Jónsdóttur frá stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga.

Tillaga um að Þórunn Sveinbjarnardóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
26.10.2022 9. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar - Innheimtustofnun sveitarfélaga: Tilfærsla verkefna til ríkisins - Stjórnsýsluúttekt
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðjón Bragason og Valgerði Rún Benediktsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Aðalstein Þorsteinsson skrifstofustjóra og Guðna Geir Einarsson frá innviðaráðuneyti.
21.10.2022 7. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar - Innheimtustofnun sveitarfélaga: Tilfærsla verkefna til ríkisins - Stjórnsýsluúttekt
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda, Jarþrúði Hönnu Jóhannsdóttur, Guðbjart Ellert Jónsson og Einar Örn Héðinsson frá Ríkisendurskoðun.